Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Sambandssinnar réðust að sjálfstæðissinnum

20.09.2014 - 06:47
epa04408314 Police officers stand guard as no supporters stage a demonstration in Glasgow, Scotland, 19 September 2014, following the results of the Scottish independence referendum. Scotland has voted to remain part of the United Kingdom by 55 per cent
 Mynd: EPA
Sex voru handteknir þegar hópum skoskra sjálfstæðissinna og sambandssinna lenti saman á George-torgi í Glasgow í gærkvöld. Talsmaður skosku lögreglunnar segir um hundrað manns hafi verið í hvorum hópi.

Sambandssinnar veifuðu breskum fánum og blysum og sungu breska ættjarðarsöngva, og réðust síðan í átt að hóp sjálfstæðissinna.

Til einhverra átaka kom en lögreglumenn á hestum tókst fljótt að skilja hópana tvo að.