Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Sama vatnshæð í Gígjukvísl

29.01.2012 - 08:09
Mynd með færslu
 Mynd:
Vatnsborð hefur hækkað og leiðni aukist í Gígjukvísl á Skeiðarársandi frá því um hádegi í fyrradag, og nokkuð er um ís í ánni. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu hefur lítil breyting verið á vatnshæð frá í gærkvöldi.

Sérfræðingar Veðurstofu Íslands telja að hlaupið hafi úr Grímsvötnum. Vatnið í ánni er dökkt að lit og fannst brennisteinslykt af því í gær. Mælingar sýna ekki mjög mikla hækkun á vatnsborði en líklegt er að áin hafi grafið sig niður og því sé raunveruleg vatnshæð meiri.