Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Sama lagið hljómar til eilífðarnóns í eyðimörk

Mynd með færslu
 Mynd: Shutterstock

Sama lagið hljómar til eilífðarnóns í eyðimörk

27.01.2019 - 21:17

Höfundar

Sex hátalarar hafa verið settir upp í Namíb-eyðimörkinni þar sem sama klassíska rokklagið á að hljóma til eilífðarnóns. Namíb-eyðimörkin er talin elsta eyðimörk í heimi, allt að 80 milljón ára gömul. Hún er 1.600 kílómetra löng og liggur í gegnum Angóla, Namibíu og Suður-Afríku. Hún þekur um 50.000 ferkílómetra lands, sem er helmingurinn af flatarmáli Íslands. 

Þýsk-namibíski listamaðurinn Max Siedentopf hefur nú komið sex hátölurum fyrir einhvers staðar í eyðimörkinni. Þeir eru sólarhlaðnir og tengdir við mp3-spilara sem spilar bara eitt lag og það viðstöðulaust. Það er lagið Africa með Toto.

Tengdar fréttir

Popptónlist

Weezer blessa okkur með meira Afríku-gríni

Popptónlist

Áratugagamlir slagarar á streymisveitum