Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Salt valið lag ársins

Mynd með færslu
 Mynd:

Salt valið lag ársins

14.03.2014 - 21:11
Lagið Salt með hljómsveitinni Mammút var valið lag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum, í flokki popp eða rokktónlistar.

Hægt er að hlusta á lagið hér. Hljómsveitin fékk einnig verðlaun fyrir rokk- og poppplötu ársins, Komdu til mín svarta systir, og fyrir besta plötuumslagið.

Platan Days of Grey eftir Hjaltalín var valin hljómplata ársins í opnum flokki. Plata ársins í flokki djass- og blústónlistar var valin Meatball Evening með KTríó. Plata ársins í samtímatónlist var valin Over Light Earth eftir Daníel Bjarnason. Grísalappalísa vann verðlaun í nýjum flokki sem kallast Coca-cola plata ársins, fyrir plötuna Ali. Grísalappalísa hlaut einnig verðlaun fyrir tónlistarmyndband ársins.

Sigríður og John Grant söngvarar ársins

Sigríður Thorlacius var valin söngkona ársins og John Grant söngvari ársins á íslensku tónlistarverðlaunahátíðinni, og þungarokkssveitin Skálmöld var flytjandi ársins í popp og rokk-flokki. 

Hljómsveitin Mezzoforte fékk heiðursverðlaun á hátíðinni.

Tengdar fréttir

Tónlist

Óperan Ragnheiður verðlaunuð