Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi

12.09.2014 - 08:27
epa04395078 South African Paralympic athlete Oscar Pistorius reacts in the dock during the verdict in his murder trial, Pretoria, South Africa, 11 September 2014.  Pistorius awaits his verdict after standing trial from 03 March 2014 for the premeditated
 Mynd:
Oscar Pistorius var í morgun sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi og gæti átt yfr höfði sér fimmtán ára fangelsi. Dómari í málinu er enn að lesa upp úrskurð sinn en hann tók sér hlé í gær. Pistorius var einnig fundinn sekur vegna ákæru um meðferð skotvopna.

Pistorius var í gær sýknaður af ákæru um að hafa myrt unnustu sína, Revu Steenkamp af yfirlögðu ráði. Dómari í málinu er enn að lesa upp úrskurð sinn og er hægt að horfa á beina útsendingu úr dómssalnum á vef BBC.