Sakar fjölmiðla um einelti

05.09.2010 - 12:28
Mynd með færslu
 Mynd:
Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, segir að fjölmiðlar hafi kynt undir úrsögnum úr þjóðkirkjunni undanfarið og að þeir hafi lagt kirkjuna í einelti. Sjálfur vill hann segja sig úr fjölmiðlum. Hann segir kirkjuna nú að mörgu leyti ráðalausa og þurfa að horfast í augu við sjálfa sig. Örn vill að þjóðkirkjan krefjist aðskilnaðar ríkis og kirkju.

Guðsþjónustu í Neskirkju var útvarpað á Rás 1 fyrir hádegi. Sóknarpresturinn lagði út af guðspjöllum dagsins og bar saman við atburði að undanförnu eins og hrunið, gagnrýni á kirkjuna vegna viðbragða við ásökunum kvenna um kynferðislegt ofbeldi og ennfremur úrsagnir úr þjóðkirkjunni sem ekki hafa verið eins margar á jafnskömmum tíma og nú í ágúst. 

Örn Bárður sagði fjölmiðla þurfa að kasta af sér yfirlæti og sjálfsöryggi í skjóli þess að þeir hafi vald sem erfitt sé að gagnrýna því að þeir ráði sjálfir yfir þeim farvegum sem gagnrýnin þurfi að fá að renna um.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi