Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Saka Írana um drónaárás á Sádi Arabíu

24.09.2019 - 02:19
epaselect epa07864711 President of France Emmanuel Macron (L), German Chancellor Angela Merkel (2R), and British Prime Minister Boris Johnson (R) meet after the United Nations (UN) Climate Action Summit 2019 at the UN headquarters in New York, USA, 23 September 2019. German Chancellor Merkel visits the US to attend the United Nations Climate Summit and General Assembly.  EPA-EFE/HAYOUNG JEON
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Ríkisstjórnir Þýskalands, Frakklands og Bretlands lögðust í kvöld á árar með stjórnvöldum í Washington og Riyadh og sökuðu Írana um að bera ábyrgð á drónaárás á stórt olíuvinnslusvæði og stærstu olíuhreinsunarstöð heims í Sádi Arabíu í síðustu viku. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, Emmanuels Macron Frakklandsforseta og Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sem birt var í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í kvöld.

„Það er augljóst að Íranar ber ábyrgð á þessari árás. Það er engin önnur sennileg skýring,“ segir í yfirlýsingu leiðtoganna þriggja. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þakkaði leiðtogunum þremur fyrir yfirlýsinguna. „Þetta mun styrkja milliríkjasamskiptin og baráttuna fyrir friði,“ sagði Pompeo, sem hvatti ríki heims til að fylgja fordæmi evrópsku stórveldanna þriggja og fordæma framgöngu Írana.

Uppreisnarsveitir Húta í Jemen lýstu árásinni á hendur sér en leiðtogar Bandaríkjanna og Sádi Arabíu höfnuðu fullyrðingum uppreisnarmanna strax og sögðu allt benda til þess að Íranar hefðu verið að verki. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV