Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Sagði sameiningu alls ekki á dagskránni

28.05.2015 - 20:32
Mynd: Rögnvaldur Már Helgason / RÚV
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra uppskar lófaklapp frá fundargestum á sameiginlegum íbúafundi Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar sem nú stendur yfir.

Illugi hefur verið á ferðlagi um Norðurland eystra til að ræða aukið samstarf framhaldsskóla á svæðinu. Hann hefur reynt að kveða niður umræðu um sameiningar þeirra, sem varð vegna bréfs sem menntamálaráðuneytið sendi skólameisturum og sveitarstjórnum. Þar var einungis rætt um sameiningu, ekki samstarf. Íbúar voru því orðnir uggandi og kölluðu eftir skýringum frá menntamálaráðherra.

Hann brást við með því að fara í þetta ferðalag og íbúar fjölmenntu á íbúafundinn. Þeir klöppuðu fyrir ráðherranum þegar hann sagði það alls ekki á dagskránni að sameina skólana á svæðinu.