Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Saga sjúkrahótelsmálsins - Áralangar deilur

24.01.2016 - 16:40
Linnulausar deilur hafa verið um rekstur sjúkrahótels í Ármúla frá því árið 2011, að reksturinn var boðinn út. Sjúkratryggingar Íslands og Landspítalinn hafa deilt hart um árangur samningsins þann tíma. Ítrekaðar athugasemdir hafa verið gerðar af eftirlitsaðilum og sjúklingum sem þar hafa dvalið, eins og kom fram í umfjöllun Kastljóss um málið síðastliðið sumar.

Fyrirtækið Sinnum ehf. hefur rekið sjúkrahótel á hóteli í Ármúla frá því 2011. Rekstur þess var áður í höndum Landspítalans á hóteli Fosshótela við Rauðarárstíg en þar áður í höndum Rauða krossins. Sjúkratryggingar Íslands buðu út rekstur sjúkrahótelsins í samvinnu við Landspítalann, sem sinnir sem fyrr hjúkrunarþjónustu á hótelinu.

Síðan þá hafa nær linnulausar deilur verið milli Landspítalans og Sjúkratrygginga um starfsemina sem Sinnum ehf. og síðar Heilsumiðstöðin ehf., hafa rekið. Heilbrigðiseftirlitið hefur gert ítrekaðar athugasemdir við aðstöðuna á hótelinu og sjúklingar sem þar hafa dvalið einnig. 

Kastljós fjallaði um málið um mitt síðasta ár. Hægt er sjá umfjöllun Kastljóss um málið hér að ofan.

helgis's picture
Helgi Seljan
Fréttastofa RÚV