Safnar sjálfsfróunarsögum

Mynd:  / 

Safnar sjálfsfróunarsögum

21.11.2018 - 15:01
Listakonan Íris Stefanía Skúladóttir hefur unnið að því síðustu mánuði að safna sjálfsfróunarsögum kvenna. Þessar sögur hefur hún nú bundið í bók sem hún ætlar að gefa út um næstu helgi.

Íris stundar mastersnám í sviðslistum við Listaháskóla Íslands og er útgáfa bókarinnar hluti af náminu. Hún segir að margar konur upplifi skömm þegar kemur að því að ræða sína eigin sjálfsfróun. Útgáfa bókarinnar sé þannig tilraun til þess að auka umræðuna og minnka tabúið í kring um kynhegðun kvenna. 

Næstkomandi laugardag ætlar Íris að blása til útgáfufögnuðar, en þar munu nokkrir listamenn koma fram ásamt henni sjálfri. Nánari upplýsingar um útgáfuviðburðinn má nálgast hér og hægt er að kaupa bókina á Karolina fund síðu verkefnisins

Núllið kíkti í heimsókn á prentverkstæðið hjá Írisi, viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að ofan.