Safnar aldagömlum tóbakspípum við bakka Thames

Mynd:  / 

Safnar aldagömlum tóbakspípum við bakka Thames

05.01.2019 - 14:39

Höfundar

Ása Dýradóttir, myndlistarkona og bassaleikari hljómsveitarinnar Mammút, hóf fyrir rúmum tveimur árum að safna gömlum tóbaks- og leirpípum við ána Thames og breyta þeim í list.

„Ég sumsé bý alveg við Thames í London og þar skolar á land eins og skeljum gömlum leirpípum sem ég hef verið að safna saman og búa til list úr.“ Afrakstur söfnunarinnar er listaverkefnið LoTide en pípurnar nýtir Ása á ýmsan hátt, meðal annar raðar hún þeim upp og ljósmyndar sem eins konar plaköt. 

Mynd með færslu
 Mynd:

Ása segir að pípurnar hafi verið reyktar eins og sígarettur frá því seint á 16. öld þangað til um aldamótin 1900. „Þær voru þrínota, kannski fjórnota, og síðan hent á göturnar eða í ána.“ Ýmislegt hefur endað í ánni Thames í gegnum tíðina en lengi vel var mikil framleiðsla og viðskipti við ána. „ Svo var Thames líka bara ruslakista í mörg hundruð ár þannig að allar götur voru sópaðar og þessu sópað út í ána. London er tvö þúsund ára gömul borg, þannig að bæði viðbjóðurinn og fjársjóðurinn sem er þarna ofan í... Þetta er magnað.“ 

Ása Dýradóttir sagði frá verkefninu í Lestinni á Rás 1 en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan. 

Mynd með færslu