Sækja um boranaleyfi í Ísafjarðardjúpi

23.03.2014 - 07:58
Mynd með færslu
 Mynd:
Íslenska kalkþörungafélagið hefur sótt um leyfi til rannsóknarborana í Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram á ísfirsku fréttasíðunni Bæjarins besta.

Félagið hyggst bora á fjórum stöðum í djúpinu, í Hestfirði, Mjóafirði, út af Kaldalóni og suður að Melgraseyrarodda og austan við Æðey. Vonast er til þess að unnt verði að vinna kalkþörunga úr Ísafjarðardjúpi og opna um leið aðra verksmiðju við Djúp. Kalkþörungaverksmiðjan í Bíldudal hefur starfað óslitið síðan árið 2007 og þar starfa 18 manns. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi