Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Sádar stöðva ferðir pílagríma tímabundið

27.02.2020 - 03:50
epa08251053 (FILE) -  Muslim pilgrims circle around the Kaaba at the Masjidil Haram, Islam's holiest site during the Hajj pilgrimage in Mecca, Saudi Arabia, 13 August 2019 (Reissued 26 February 2020). According to a statement on 26 February, Saudi Arabia has suspended religious tourism temporarily for the purposes of Umrah (a minor Islamic pilgrimage that can be done at any time of the year), as well as visiting the mosque of Prophet Muhammad, al-Masjid an Nabawi, in efforts to prevent the Covid-19 coronavirus in the Kingdom. Saudi Arabia is also suspending the entry of non-Saudi citizens coming from affected countries.  EPA-EFE/STRINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Pílagrímar sem vilja fara til Mekka eru ekki velkomnir til Sádi Arabíu á næstunni vegna útbreiðslu nýju kórónaveirunnar í Miðausturlöndum. Stjórnvöld í Riyadh segja í yfirlýsingu að gripið sé tímabundið til þessarra aðgerða. Eins verður hafnað vegabréfsáritunum ferðamanna frá löndum þar sem veiran hefur náð dreifingu.

Þó veiran virðist í rénun næst upptökum sínum í Kína hefur hún náð talsverðri dreifingu um heiminn. Í Miðausturlöndum hefur hún tekið bólfestu í Íran þar sem 15 eru látnir af völdum hennar. Eins hafa borist tilkynningar um tilfelli hennar í Kúveit og Barein.