RÚVnúll á Airwaves

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV núll

RÚVnúll á Airwaves

08.11.2018 - 14:28
RÚVnúll verður Off venue á Iceland Airwaves, föstudaginn 9.nóvember í Stúdentakjallaranum á milli 17 og 19.

Tónlistarfólkið sem fram kemur eru Matthildur, Haki og Þorri. Þau eiga það öll sameiginlegt að spila góða tónlist og vera tiltölulega ný í bransanum. 

Matthildur gaf út sitt fyrsta lag, Wonder, í ágúst og nú í október kom lagið Heartbeat út. Hún hefur lengi verið að semja og er að eigin sögn komin með góðan bunka af lögum sem bíða þess að vera gefin út. Hún stefnir á að gefa út EP-plötu seinna í ár og jafnvel plötu á næsta ári.

Haki er aðeins 16 ára gamall og gaf út sinn annað lag á dögunum. Fyrsta lagið hans, Know-Wassup, kom út fyrr á þessu ári og hlaut góðar viðtökur og nú fyrir stuttu gaf hann út lagið Vinna vel. 

Rapparinn Þorri vakti athygli fyrir lagið Gotti sem að kom út fyrr á þessu ári en þar syngur hann um ostinn góða sem að margir ættu að kannast við. Hann gaf út lagið VETEMENTS fyrir stuttu síðan og stefnir á að gefa út plötu fljótlega. 

Tónleikunum verður streymt beint í spilara RÚVnúll sem og á Facebook. 

Tengdar fréttir

Var stressandi fyrst

Meðvitaður um vitlausan framburð

Tók lagið upp á Voice Memos í símanum sínum