RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

RÚV nýtur yfirburðatrausts almennings

Mynd með færslu
 Mynd:
Ný könnun MMR um traust fjölmiðla var kynnt í gær. RÚV er sem fyrr með yfirburðastöðu er varðar traust almennings til frétta.

Af þeim fréttamiðlum sem kannaðir voru báru flestir svarendur mikið traust til Fréttastofu RÚV (69%) og ruv.is (67%).   Næst koma mbl.is og Fréttastofa Stöðvar 2 en 41% svarenda báru frekar eða mikið traust til þeirra.

Sá prentmiðill sem flestir báru mikið traust til var Morgunblaðið (37%). Þar á eftir fylgdi Fréttablaðið (30%), en þeim sem sögðust bera mikið traust til Fréttablaðsins hefur fækkað um 9% síðan árið 2013.

Þetta eru niðurstöður könnunar MMR á trausti til fjölmiðla sem lauk þann 14. desember síðastliðinn.

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar, 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 942 einstaklingar 
Dagsetning framkvæmdar: 9.-14. desember 2016

Nánari upplýsingar um könnunina er hægt að fá HÉR í fréttatilkynningu MMR.

28.12.2016 kl.09:16
Samskiptasvið RÚV
Birt undir: Í umræðunni, fjölmiðar, mmr, traust