Russell Brand til Íslands

Mynd með færslu
 Mynd:

Russell Brand til Íslands

08.06.2013 - 11:38
Russell Brand, einn umdeildasti uppistandari Bretlands, er væntanlegur til Íslands í byrjun desember með uppistandsýningu sína Messiah Complex. Brand er ákaflega vinsæll í heimalandi sínu, hefur reynt fyrir sér á hvíta tjaldinu og var um tíma giftur söngkonunni Katy Perry.

Frá þessu er greint á vef Huffington Post. Þar kemur ennfremur fram að sýning Brand beini kastljósinu að persónum á borð við Che Guevera, Gandhi, Malcolm X og Jesús.

Einnig segir Huffington Post frá því að Ísland verði lokaáfangastaður grínistans á heimsreisu hans sem hefst í Abu Dhabi þann 15.ágúst. Brand er sagður væntanlegur til Íslands þann 9.desember en ekki kemur hins vegar fram hvar Brand treður upp hér á landi.

Brand hefur vakið mikla athygli fyrir uppátæki sín. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir að mæta sem Osama Bin Laden á MTV-verðlaunahátíð og var rekinn frá BBC eftir símahrekk í þætti sínum, The Russell Brand Show.  

[email protected]