Rússar ganga til kosninga: Pútín sigurviss

18.03.2018 - 10:21
epa06611547 Presidential candidate and current Russian President Vladimir Putin leaves a voting booth at a polling station during presidential elections in Moscow, Russia, 18 March 2018. Eight candidates are contesting for the presidential seat, including
 Mynd: EPA-EFE - AFP POOL
Rússar ganga til kosninga í dag. Vladímír Pútín, sitjandi forseti, býður sig fram gegn sjö mótframbjóðendum og lítur á það sem sigur ef niðurstöður kosningana gefa honum „réttinn til að sinna skyldum forseta,“ eins og hann komst að orði eftir að hann lét atkvæði sitt falla í Moskvu í dag. Pútín hefur gengið sigurviss frá kjörstað en sigur hans er talinn öruggur. Stjórnmálaskýrendur í Rússlandi segja að þetta verði hans síðasta tímabil við stjórnvölinn, því hann sé ekki lengur heill heilsu. 

Kjörklefar voru opnaðir í austanverðu landinu klukkan átta í gærkvöldi, eða átta um morgun að staðartíma, og níu tímum síðar í Moskvu, höfuðborg landsins. Kjörsókn er sögð góð í austanverðu landinu, sums staðar í hundrað prósentum, en stjórnvöld leggja kapp á að kjörsókn verði ekki minni en í kosningunum árið 2012. Sums staðar voru Rússar hvattir til að nýta atkvæðarétt sinn og þeim lofað ókeypis mat og afslætti í búðum í staðinn, samkvæmt heimldum BBC.

epa06611629 A Russian soldier (L) casts his ballot while voting in the Russian Presidential elections at a polling station in Sertolovo, outside St. Petersburg, Russia, 18 March 2018. Eight candidates are contesting for the presidential seat, including
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Kosningarnar í dag eru þær fyrstu síðan Rússland innlimaði Krímskaga. Í dag eru fjögur ár síðan Pútín skrifaði undir samning þar sem því var lýst yfir að Krímskagi tilheyrði Rússlandi.

Samkvæmt stjórnarskrá Rússlands getur Pútín ekki setið lengur en sex ár til viðbótar. Þá verður hann búinn að vera forseti og forsætisráðherra í 24 ár. Ýmsir hafa hins vegar gert því skóna að stjórnarskrá landsins kunni að verða breytt svo  Pútín geti enn framlengt setu sína á forsetastóli. 

epa06611679 A woman leaves a booth with her ballot to vote in the Russian presidential elections at a polling station in the Sovkhoz Imeni Lenina, outside Moscow, Russia, 18 March 2018. Eight candidates are contesting for the presidential seat, including
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi