Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Rússar gagnrýna árás Ísraelsmanna

epa02914731 An archive photograph dated 25 June 2009 and released on 13 September 2011 shows an Israel F-16 jet fighter as it takes off from an air force base in southern Israel during an exercise. Turkish media reports on 13 September 2011 state that the
Ísraelsk orrustuþota. Mynd: EPA
Stjórnvöld í Moskvu gagnrýna árás Ísraelsmanna í Sýrlandi í morgun og segja að Ísraelsmönnum og öðrum beri að forðast aðgerðir sem aukið geti spennuna í þessum heimshluta.

Sýrlenskir uppreisnarmenn og leyniþjónustustofnanir í Austurlöndum nær segja að ísraelskar orrustuþotur hafi í morgun varpað sprengjum á vopnabúr Hezbollah-samtakanna nærri flugvellinum í Damaskus. Þar hafi verið geymd vopn frá Íran. 

Dimitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Rússlandi, segir að virða beri fullveldi Sýrlands. Hann segir rússneska herinn vera í stöðugu sambandi við þann ísraelska. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV