Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Rúmur helmingur með gervijólatré

21.12.2017 - 11:08
Innlent · jól
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Vinsældir gervijólatrjáa virðast færast í vöxt en tæp 55 prósent Íslendinga ætla að setja upp gervijólatré þessi jólin og rúm 32 prósent lifandi tré. Þetta kemur fram í nýrri könnun frá MMR. Þar kemur jafnframt fram að þrettán prósent aðspurðra ætli ekki að vera með jólatré.

Íslendingar á aldrinum 30 til 49 ára eru líklegri til að setja upp jólatré. 

Þegar litið er til stjórnmálaflokka þá reyndust kjósendur Pírata og Vinstri grænna líklegri en kjósendur annarra flokka til að sleppa jólatrénu. Fylgjendur Miðflokksins og Flokks fólksins reyndust hinsvegar líklegastir til að vera með jólatré. 

Könnunin var gerð dagana tólfta til fimmtánda desember og fjöldi þeirra sem svöruðu henni voru 923 á aldrinum átján ára og eldri. 
 

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV