
Ruðningsáhrif aflandsfélaga slæm á Íslandi
Rætt var við Guðrúnu í Kastljósi kvöldsins. Þar sagði hún meðal annars, aðspurð um áhrif aflandsfélaga á íslenskt viðskiptalíf:
„Það er jú vissulega mikilvægt að komast á snoðir um það hvort að skattar hafi verið greiddir. En ég held að það sé ekki kannski ekki aðalmálið, heldur hvaða áhrif hafa svona aflandsfélög á virkni viðskiptalífsins á Íslandi. Ekki bara á Íslandi, því þessi sama saga er að gerast í öðrum ríkjum. Ef við förum yfir það, þá er alveg ljóst að þeir sem eru í þessari aðstöðu, bæði að fá lán út úr bankakerfinu, koma upp félögum í erlendri eigu, fela eignarhaldið, fá arðinn út úr kerfinu - bæði taka þeir þá ekki gengisáhættu á Íslandi, þeir borga hugsanlega ekki skatta á Íslandi og eru ósýnilegir. En eftir að höftum var aflétt í áföngum hafa þeir geta komið með peningana aftur inn í íslenskt hagkerfi á 20% afslætti, að meðaltali. Það má kalla þetta ákveðin ruðningsáhrif aflandsfélaga, það er að segja, það er verið að ryðja út heiðarlegu viðskiptafólki sem ætlar sér að borga samviskusamlega til samfélagsins og byggja upp heilbrigt viðskiptalíf. Það á í rauninni engan sjens gagnvart svona viðskiptamönnum, sem í krafti þess að hafa ekki borgað skatta og skyldur - að öllum líkindum - geta keypt félög sem hér hafa verið til sölu frá hruni, á mun hærra verði en hinir sem ekki hafa farið þessar leiðir.“
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.