Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Roundup skilgreint sem krabbameinsvaldur

18.06.2015 - 16:51
„Vissirðu að glyfosat ræðst að ensími sem er í plöntum en ekki í fólki eða gæludýrum?" er spurt á umbúðum illgresiseyðis sem inniheldur glyfosat. Þetta ensím er hins vegar í þarmaflóru býflugna. - Mynd: Mike Mozart / flickr.com
Vinnueftirlit Danmerkur hefur sett hinn vinsæla illgresiseyði Roundup á lista yfir krabbameinsvaldandi efni í framhaldi af útkomu skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) þar sem fram kemur að glýfosat, virka efnið í Roundup, geti valdið eitlakrabbameini.

Roundup er mest notaði illgresiseyðir í heimi og er notaður jafnt í landbúnaði sem heimagörðum. Töluverðar umræður hafa orðið í kjölfar skýrslunnar m.a. í Danmörku Þýskalandi og Frakklandi.

Stefán Gíslason fjallar um efnið í Samfélaginu

leifurh's picture
Leifur Hauksson
dagskrárgerðarmaður