Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Rót allra áramótaskaupa – Örlagahárið

Mynd: Áramótaskaup 1967 / RÚV

Rót allra áramótaskaupa – Örlagahárið

09.01.2016 - 13:10

Höfundar

Fyrsta áramótaskaup RÚV, í umsjón Magnúsar Ingimarssonar, Ómars Ragnarssonar og Steindórs Hjörleifssonar, var sýnt árið 1967. Meðal skemmtiatriða var Örlagahárið, óperuskopstæling Flosa Ólafssonar.

Örlagahárið var brautryðjendaverk í íslensku sjónvarpi og vakti geysimikla kátínu á sínum tíma. Með því setti Flosi í raun tóninn fyrir öll skaup sem fylgt hafa síðan.

Verkið er smátt í sniðum, þó merkilegt sé. Einungis tvö hlutverk eru í óperunni. Flosi Ólafsson í hlutverki Kolgeggs og Sigríður Þorvaldsdóttir í hlutverki Alberu. 

Flosi sagði sjálfur að Örlagahárið væri metnaðarfullt og alvarlegt tónverk, í viðtali við Þjóðviljan 1986. „Rætur verksins liggja djúpt í þjóðarsálinni og gullöld íslenskra bókmennta. Óperan fjallar um þúsund ára gamla atburði og er harmleikur í einum þætti.“

Glefsa úr óperunni var sýnd í þáttunum Augnablik – úr 50 ára sögu sjónvarps, en í spilaranum hér að ofan má sjá hana í heild.

Tengdar fréttir

Afþreying

Slembifundur RÚV 1967 – rákust á Roger Moore