Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Rósa og Ólafur efst á lista VG

Þingmenn ganga til Dómkirkju við þingsetningu 2016.
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Ólafur Þór Gunnarsson vann baráttuna um annað sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir leiðir listann áfram. Þetta lá ljóst fyrir eftir forval sem var haldið í kvöld.

Rósa Björk hlaut afgerandi stuðning í efsta sætið en Hermann Ragnarsson bauð sig einnig fram í fyrsta sæti. Í öðru sæti varð Ólafur Þór Gunnarsson, en Sigursteinn Másson og Ingvar Arnarson buðu sug einnig fram í það sæti. 

Una Hildardóttir hlaut kosningu í þriðja sætið eftir tvær umferðir og í fjórða sæti hafnaði Fjölnir Sæmundsson. Kosið var í tveimur umferðum um fimmta sætið sem Ester Bíbí Ásgeirsdóttir hlaut og Margrét Pétursdóttir var kosin í sjötta sæti.

Kjörstjórn hefur strax vinnu við að stilla upp sætum 7-26 listans og lýkur henni á morgun.

 

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV