Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Rósa fékk 63 prósent í fyrsta sæti

Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Jónsson - Morgunvaktin
Rósa Guðbjartsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún hlaut 63 prósent gildra atkvæða í fyrsta sætið og var ein um að gefa kost á sér í það. Fjögur sóttust eftir öðru sætinu. Kristinn Andersen varð hlutskarpastur. Hann hlaut 315 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Ingi Tómasson varð þriðji og Helga Ingólfsdóttir fjórða.

Alls greiddu 876 atkvæði í prófkjörinu. Þar af voru 849 gild atkvæði. Úrslitin urðu sem hér segir:

 

Rósa Guðbjartsdóttir  539 atkvæði í fyrsta sæti
Kristinn Andersen  315 atkvæði í fyrsta til annað sæti
Ingi Tómasson  317 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti
Helga Ingólfsdóttir  354 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti
Kristín Thoroddsen  344 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir  383 atkvæði í fyrsta til sjötta sæti
Unnur Lára Bryde  362 atkvæði í fyrsta til sjöunda sæti
Skarphéðinn Orri  Björnsson  349 atkvæði í fyrsta til áttunda sæti

 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV