Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Rósa efst og Kristinn annar

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Kristinn Andersen er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna þegar 60 prósent atkvæða hafa verið talin. Hann er einn fjögurra sem sóttust eftir öðru sætinu en Rósa Guðbjartsdóttir, núverandi oddviti flokksins, sóttist ein eftir því að leiða listann. Ingi Tómasson skipar þriðja sæti, eins og staðan er núna og Helga Ingólfsdóttir það fjórða.

 

Staðan þegar 60 prósent atkvæða höfðu verið talin:
Rósa Guðbjartsdóttir  338 atkvæði í fyrsta sæti
Kristinn Andersen  204 atkvæði í fyrsta til annað sæti
Ingi Tómasson  192 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti
Helga Ingólfsdóttir  226 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti
Kristín Thoroddsen  213 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir  238 atkvæði í fyrsta til sjötta sæti
Unnur Lára Bryde  223 atkvæði í fyrsta til sjöunda sæti
Skarphéðinn Orri  Björnsson  217 atkvæði í fyrsta til áttunda sæti

 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV