Ronaldo næst-vinsælastur á Instagram

epa06350605 Real Madrid's Portuguese striker Cristiano Ronaldo celebrates after scoring the 3-2 lead from the penalty spot during the Spanish Primera Division soccer match between Real Madrid and Malaga CF at Santiago Bernabeu stadium in Madrid,
 Mynd: EPA

Ronaldo næst-vinsælastur á Instagram

02.12.2017 - 17:12

Höfundar

Portúgalski fótboltamaðurinn Christiano Ronaldo varð á þessu ári stoltur eigandi næst-vinsælasta Instagram aðgangs í heimi, með 116 milljónir fylgjenda. Selena Gomez vermir þó efsta sætið en 130 milljónir manna fylgjast með ævintýralegu stjörnulífi hennar á smáforritinu vinsæla.

Um gríðarleg verðmæti er að ræða en tekjumöguleikar vinsælustu aðganganna er mjög mikill. Instagram er í eigu Facebook og 500 milljónir manna nota smáforritið daglega en í kringum 800 milljónir nota það minnst einu sinni í mánuði. Þar geta notendur deilt ljósmyndum og stuttum myndböndum af ýmsum toga. Instagram er sjöundi vinsælasti samfélagsmiðill heims, en samkvæmt gögnum Statista síðan í janúar á þessu ári er Facebook sá allra vinsælasti með tæplega tvo millljarða skráðra notenda. Vinsældir Instagram hafa aukist en fyrr á árinu tefldi smáforritið fram nýjum notkunarmöguleika sem nefnist „stories“, þar sem notendur geta sett inn ljósmyndir og myndbönd sem hverfa að sólarhring liðnum. 

Fjögurra barna faðir síðan í nóvember

Hinn 32 ára gamli Ronaldo er samkvæmt mælingum Forbes tekjuhæsti fótboltamaður heims, en hann þénaði um 93 milljónir bandaríkjadala á þessu ári. Hann hefur á síðustu misserum notfært sér forritið í auknum mæli til þess að deila augnablikum úr lífi sínu, bæði innan og utan vallar. Auk þess nýtir hann smáforritið í kynningu á ýmsum varningi tengdum vörumerki sínu, snyrtivörum og öðru. Hann hefur eignast þrjú börn á þessu ári, en hann eignaðist tvíbura, dreng og stúlku, með staðgöngumóður í júní. Fyrir á hann sjö ára gamlan son sem fæddur var af bandarískri staðgöngumóður og hefur alist upp hjá föður sínum einstæðum. Unnusta Ronaldo, hin spænska Georgina Rodriguez, ól síðan dóttur í nóvember, en parið kynntist í fyrra.

 

A Alana Martina acaba de nascer! Tanto a Geo como a Alana estão muito bem! Estamos todos muito felizes!

A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) on

Þrjár færslur á Instagram aðgangi Ronaldo komust á lista yfir tíu vinsælustu færslur ársins en þær tengdust allar barneignum með beinum hætti.

Ástin vinsælasta myllumerkið í ár

Söngkonurnar Ariana Grande og Beyonce eru í þriðja og fjórða sæti yfir eigendur vinsælustu aðgangana, Grande með 115 milljónir notenda og Beyoncé með 108 milljónir. Raunveruleikastjarnarn Kim Kardashian West fylgir þar á eftir með 104 milljónir.

 

!

A post shared by Ariana Grande (@arianagrande) on

Samkvæmt fréttaveitu Reuters var vinsælasta myllumerkið á Instagram á þessu ári, á tímabilinu 1. janúar til 17. nóvember, #love, og vinsælasta og mest ljósmyndaða borgin var New York.