Rokkið lifir í Skúrnum

17.05.2016 - 21:00
Mynd með færslu
 Mynd: Skúrinn
Það verður boðið upp á rokk og meira rokk í Skúrnum þriðjudaginn 17. maí kl 21:00 á Rás 2

Sleeping Minds er ósvikin Íslensk rokk hljómsveit. Sveitin sækir innblástur sinn úr mörgum áttum og sameinar krafta sína í kraftmiklu og fjölbreytilegu rokki, sem hefur sinn eigin kjarna/hljóðheim. Meðlimir sveitarinnar eru fjórir og koma frá Mosfellsbæ, Grafarvogi og Árbæ. Fjórmenningarnir hafa allir verið tengdir íslensku tónlistarlífi á einn eða annann hátt, þó lítið hafi farið fyrir þeim hingað til.

Sveitina skipa þeir Bjarni Þór á trommur, Viðar Máni og Ingvar Egill sjá um söng og spila á gítara en einnig spilar Viðar á synthesizer og síðast en ekki síst Magnús Hrafn á bassa.

 

gunnargu's picture
Gunnar Gunnarsson
dagskrárgerðarmaður
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi