Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Rök fyrir þingrofi vandfundin

09.04.2016 - 13:17
Skúli Magnússon héraðsdómari, formaður dómarafélagsins og dósent í lögfræði við Háskóla Íslands.
 Mynd: RÚV
Skúli Magnússon, lögfræðingur og dósent við Háskóla Íslands, skrifar um kröfu um kosningar og stjórnskipulegt lýðræði í Morgunblaðið í dag.

Þar segir hann að íslensk stjórnskipun sé reist á hugmynd um stjórnskipulegt lýðræði sem líta megi á sem andstæðu óhefst meirihlutaræðis, skrílræðis og popúlisma. Í helstu valdastofnanir sé skipað til ákveðins tíma með kosningum og sitjandi ríkisstjórn verði að njóta stuðnings eða hlutleysis þingsins. Þó að til þess geti komið að ríkisstjórn biðjist lausnar eigi það einkum við þegar ekki sé hægt að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Slík staða er ekki uppi í dag, segir Skúli, og vandfundin séu rök fyrir því að boðað sé til kosninga áður en stjórnarskráin gerir ráð fyrir því að svo sé gert.