Róhingjar halda áfram flótta frá Mjanmar

03.10.2017 - 08:11
epa06215398 Rohingya refugees walk on a bamboo-made bridge to cross a small canal as they move from their temporary camp due to rain ruining most of their makeshift tents, near Kutupalong, Ukhiya, Bangladesh, 20 September 2017. Myanmar's State
Rohingjar í Bangladess. Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfir tíu þúsund Róhingjar hafa safnast saman nærri landamærum Mjanmar þaðan sem stríður straumur Róhingja hefur legið yfir til Bangladess í rúman mánuð. Yfir hálf milljón Róhingja hefur flúið átök í Mjanmar yfir til Bangladess og eru um 60 prósent þeirra á barnsaldri, samkvæmt Unicef.

Ekki virðist ætla að draga úr fjölda flóttafólks og vekur það efasemdir um hversu raunhæf þau fyrirheit stjórnvalda í Mjanmar í gær séu, að hefja eigi undirbúning þess að flóttamenn geti snúið aftur heim frá Bangladess.  

epa06226278 A Rohingya woman carries a sack with relief goods while holding her child near the Kutupalong camp in Ukhiya, Coxsbazar, Bangladesh, 25 September 2017. Myanmar's State Counsellor Aung San Suu Kyi on 19 September said the governments of
 Mynd: EPA

Helmingur Róhingja flúinn

Helmingur Róhingja sem áður bjuggu í Rakhine-héraði Mjanmar hefur flúið þaðan undanfarna vikur. Flóttafólkið hefur sagt sögur af manndrápi, nauðgunum, pyntingum og íkveikjum af hálfu öryggissveita Mjanmars. Stjórnvöld í Mjanmar neitar að viðurkenna Róhingja sem þjóð og kalla þá frekar múslima eða Bengala, en það orð er notað í landinu yfir ólöglega farandverkamenn. Yfirvöld í Mjanmar hafa reynt að sannfæra Róhingja um að þeir séu nú öryggir í Rakhine-héraði. Þeir Róhingjar sem séu að flýja geri það sjálfviljugir.

Vernsnandi aðstæður í Rakhine-héraði

Aðstæður Róhingja sem enn eru í Rakhine héraði fara versnandi. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna sem fóru um héraði í í gær segja að þjáningar fólks þar séu ólýsanlegar. Sendinefnd frá Evrópusambandinu var með í för og hvatti stjórnvöld í Mjanmar til að binda enda á átökin eftir dagsferð um héraðið þar sem sjá mátti mannlaus þorp sem brennd höfðu verið til grunna.

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi