Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Röð kjósenda við Laugardalshöll í morgun

Mynd með færslu
 Mynd:
24.850 höfðu í gærkvöld kosið utan kjörfundar, á landinu öllu og á sendiskrifstofum erlendis. Þegar opnað var fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu í Laugardalshöll klukkan 10 í morgun var þar röð kjósenda og gera má ráð fyrir að mikið verði að gera þar til tíu í kvöld.

Í Reykjavík höfðu 14.451 kosið utan kjörfundar í gærkvöldi en á sama tíma í síðustu alþingiskosningunum, árið 2009, höfðu 8.600 kosið utan kjörfundar. Miklu fleiri nýta sér því atkvæðagreiðslu utan kjörfundar nú en þá. Engu að síður höfðu fleiri greitt atkvæði utan kjörfundar á sama tíma í forsetakosningunum í fyrrasumar eða 14.451, sem er met.