Rjúpnastofninn stækkaði víðast hvar á landinu

04.06.2018 - 07:04
Innlent · Fuglar · Náttúra · rjúpa
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson - RUV
Rjúpum hefur fjölgað alls staðar hér á landi í ár nema á Suðurlandi, Suðausturlandi og Austurlandi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Náttúrufræðistofnun Íslands. Rjúpnatalningum á vegum stofnunarinnar í ár er lokið.

Áberandi var hve rjúpu fjölgaði mikið á Vestfjörðum og Norðvesturlandi. Í Þingeyjarsýslum var þéttleiki karra í vor sá þriðji mesti síðan talningar hófust árið 1981. Reglubundnar sveiflur í stærð stofnsins hafa tekið 10 til 12 ár. Í tilkynningunni segir að þær hafi breyst eftir friðun rjúpunnar á árunum 2003 og 2004 og vegna samdráttar í veiði frá 2005. Stofninn er nú í meðallagi eða yfir meðallagi í öllum landshlutum.

Nánar má lesa um málið á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi