Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Rio Tinto endurskoðar rekstur álbræðslu

23.10.2019 - 01:30
epa02088491 A man walks out of the office of Australian mining giant Rio Tinto in Shanghai, China, 22 March 2010. Four employees of the office, including one Australian national, stood trial on bribery and trade secrets charges Monday in a Shanghai court.
 Mynd: EPA
Álframleiðandinn Rio Tinto ætlar að endurskoða rekstur álbræðslu sinnar á Tiwai Point í Nýja Sjálandi. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að búist sé við erfiðum markaðsaðstæðum þegar horft er til nánustu framtíðar, auk þess sem hátt raforkuverð leiði til áframhaldandi taps á rekstri álbræðslunnar í Nýja Sjálandi. Rio Tinto ætlar að leita leiða í átt að hagkvæmari kostum með nýsjálenskum stjórnvöldum og raforkuþjónustu.

Haft er eftir Alf Barrios, framkvæmdastjóra Rio Tinto Aluminium, að áliðnaðurinn mæti miklum mótbyr um þessar mundir. Álverð sé sögulega lágt vegna offramboðs á markaði. Því séu margir álframleiðendur að íhuga sína stöðu. 

Rio Tinto er eigandi álversins í Straumsvík. Norsk Hydro var nálægt því að kaupa reksturinn í fyrra, en hætti við vegna tafa á svörum frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að þeirra sögn. Rio Tinto hóf aftur söluferli á álverinu í Straumsvík, ásamt eignum í Svíþjóð í Hollandi, seint í fyrra.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV