Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Ríkustu menn heims urðu ríkari 2013

02.01.2014 - 21:59
Mynd með færslu
 Mynd:
Ríkustu menn heims auðguðust um mörg hundruð milljarða á árinu 2013, samkvæmt milljarðamæringalista Bloomberg-fréttaveitunnar. Bill Gates, stofnandi Microsoft, endurheimti titilinn ríkasti maður heims á árinu.

Samkvæmt lista Bloomberg var samanlagt eigið fé 300 ríkustu manna heims, þegar markaðir lokuðu á gamlársdag, 3.7 biljónir dollara. Samanlagt hafa auðkýfingarnir því auðgast um 524 milljarða dollara á árinu 2013. 

Sá sem auðgaðist mest á árinu var Bill Gates, stofnandi tölvufyrirtækisins Microsoft. Hann græddi um 15,8 milljarða dollara á árinu að sögn Bloomberg, þegar hlutabréf í Microsoft hækkuðu um 40 prósent. Þann 16. maí 2013 endurheimti hann og titilinn ríkasti maður heims af mexíkóska fjárfestinum Carlos Slim, sem nú er í öðru sæti.

Bandaríski fasteignajöfurinn og milljarðamæringurinn John Catsimatidis spáir því, í viðtali við Bloomberg, að þessi þróun muni halda áfram og hinir ríku verði enn ríkari árið 2014.