Ísland hefur náð skammtímasamningum við Bretland um viðskipti eftir Brexit. Tilkynnt var um samningana í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að það sé ríkur vilji bæði íslenskra stjórnvalda og breskra að ná samningum til lengri tíma. Guðlaugur sagði í samtali við Morgunútvarpið markmiðið vera að halda samskiptunum eins og þau hafi verið hingað til.