Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Ríkisstjórn Sigurðar Inga farin frá - viðtöl

11.01.2017 - 13:18
Mynd: RÚV / RÚV
Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannsson mætti á sinn síðasta ríkisráðsfund á Bessastöðum klukkan tólf í dag. Framsóknarráðherrarnir, sem nú verða flestir í stjórnarandstöðu, sögðust vera þakklátir fyrir tíma sinn í ríkisstjórninni og bættu því við að þeir ætluðu sér að vera harðir í horn að taka hinum megin við borðið. En þegar við höldum að menn séu að fara á ranga leið, þá munum við berjast gegn því," sagði Sigurður Ingi.

Gunnar Bragi Sveinsson, sem hefur verið sjávarútvegs-og landbúnarráðherra síðustu níu mánuði, gantaðist við fréttamenn rétt áður en hann fór inn á ríkisráðsfundinn og sagðist ætla vera „brjálaður.“ Hann kvaðst annars ekki hafa mikla trú á því að ný ríkisstjórn myndi afreka mikið.

Mynd: Hilmar Kári Hallbjörnsson / RÚV

Þau Illugi Jökulsson og Ólöf Nordal eru þeir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sem ekki taka þátt í nýrri ríkisstjórn. Illugi er hættur í stjórnmálum en Ólöf er í veikindaleyfi. Þau komu saman til fundar á Bessastöðum. Illugi sagðist vera ánægður með þá ákvörðun sína að snúa til annarra verka og Ólöf sagði forgangsröðunina verða að vera rétta - hún setti sjálfa sig í fyrsta sæti.

Mynd: RÚV / RÚV

Kristján Þór Júliússon er annar tveggja ráðherra sem hefur stólaskipti en hann fer úr heilbrigðisráðuneytinu yfir í mennta-og menningarmálaráðuneytið.  „Ég hef alltaf verið hrifinn af nýjum áskorunum og íslensk menning er fjársjóður okkar Íslendingar sem standa þarf dyggan vörð um.“

Mynd: Anton Brink / Ruv.is

Bjarni Benediktsson er hinn ráðherrann sem hefur stólaskipti - fer úr fjármálaráðuneytinu yfir í forsætisráðuneytið. Hann sagðist bjartsýnn fyrir hönd nýrrar stjórnar en bætti því við að honum hefði ekki alltaf fundist fráfarandi ríkisstjórn njóta sannmælis.

Mynd: Skjáskot / RÚV
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV