Ríkisendurskoðun ætlar að kæra

25.09.2012 - 18:15
Mynd með færslu
 Mynd:
Ríkisendurskoðun ætlar að kæra til lögreglu að leyniskýrsla frá stofnuninni hafi borist Kastljósi. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en sagði að málið hefði ekki verið kært ennþá.

Sveinn segist hins vegar hafa rætt þetta við Stefán Eiríksson lögreglustjóra í morgun. Allir starfsmenn Ríkisendurskoðunar liggi undir grun, einnig fyrrverandi starfsmenn og Gunnar H. Hall fjársýslustjóri. Gunnar er eini utanaðkomandi maðurinn sem ríkisendurskoðandi hefur sýnt skýrsluna.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi