Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Ríkharður lll undir smásjá

Mynd með færslu
 Mynd:

Ríkharður lll undir smásjá

05.11.2014 - 11:37
Tvær sviðslistakonur hafa nú komið sér fyrir í Tjarnarbíói en þar ætla þær að kryfja eitt af þekktustu leikverkum sögunnar út frá forsendum nútímans.

Ríkharður lll (fyrir eina konu) er verk í vinnslu, unnið upp úr verki Shakespeare. Vinnan hófst í upphafi vikunnar og stendur yfir í Tjarnarbíói, þar skoðar leikhópurinn Brite Theater verkið frá ýmsum hliðum og mun gera næstu tvær vikurnar. Áhorfendum er boðið að koma og fylgjast með æfingum og taka þátt í mótun verksins. Emily Carding leikur og Kolbrún Björt Sigfúsdóttir leikstýrir, Víðsjá hitti hana í Tjarnarbíói.