RIFF haldin í ellefta sinn

Mynd með færslu
 Mynd:

RIFF haldin í ellefta sinn

21.02.2014 - 14:08
„Það er enginn bilbugur á okkur," segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF kvikmyndahátíðarinnar. „Við höldum áfram þessu mikilvæga starfi," segir hún um kvikmyndahátíðina sem haldin verður í ellefta skipti í ár, dagana 25. september til 5. október næstkomandi.

Þetta er fyrsta RIFF-hátíðin sem er haldin eftir að Reykjavíkurborg ákvað að styrkja hátíðina ekki áfram. Hrönn segir að 50 til 60 fyrirtæki og stofnanir komi til samstarfs um hátíðina. Aðspurð hvar hátíðin yrði haldin sagði Hrönn að það yrði tilkynnt síðar. Bæjarráð Kópavogs ræddi möguleika á því að fá RIFF í Kópavog, á fundi sínum í síðasta mánuði.

Undirbúningur að hátíðinni er kominn á fullt skrið og verður opnað fyrir umsóknir mynda í lok mánaðarins á vef hátíðarinnar. Áhersla verður lögð á Ítalíu á hátíðinni þetta árið Giorgio Gosetti velur myndir í flokkinn Vitranir eins og undanfarin ár og Dimitri Eipides aðstoðar við val á heimildarmyndum á hátíðina í ár. Hann var aðaldagskrárstjóri hátíðarinnar um sex ára skeið.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Hafa áhuga á að fá RIFF í Kópavog

Menningarefni

Taldi RIFF ekki skila tilætluðum árangri

Menningarefni

Íslenskar kvikmyndir í brennidepli