Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Ricky Gervais á leið til Íslands

17.02.2017 - 11:47
epa04530621 British actor and comedian, Ricky Gervais arrives for the European Premiere of 'Night At the The Museum: Secret of the Tomb' in Leicester Square in central London, England, 15 December 2014. The movie opens in British cinemas on 19
 Mynd: EPA
Ricky Gervais, einn vinsælasti uppistandari heims, kemur við í Hörpu á grínferðalagi sínu um heiminn með uppistandssýninguna Humanity. Þetta er í fyrsta sinn sem grínistinn er með uppistand hér á landi. Sena Live stendur að komu Gervais til landsins.

Gervais sagði frá þessu á Facebook síðu sinni fyrir stundu. Hann lýsir sýningunni sinni sem reiðri, persónulegri og heiðarlegri. Hún sé þó besta verk hans hingað til.  

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefst miðasala á uppistandið eftir viku og von er á formlegri tilkynningu um atburðinn hér á landi í kvöld. Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, vildu þó ekki tjá sig um málið.

Gervais er frægastur fyrir hlutverk sitt og skrif í þáttunum The Office. Hann hefur verið uppistandari í mörg ár og var meðal annars kynnir á Golden Globe verðlaununum árin 2010, 2011, 2012 og 2016. 

Gervais ætlar að ræða um uppistandssýninguna við Graham Norton á BBC 1 í kvöld. 

milla.osk's picture
Milla Ósk Magnúsdóttir
Fréttastofa RÚV