Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Reyndi að múta lögreglumönnum

Mynd með færslu
 Mynd:
Karlmaður um þrítugt hefur verið ákærður fyrir að reyna múta lögreglumönnunum sem fundu rúm 25 grömm af amfetamíni á heimili hans á Egilsstöðum. Maðurinn bauð þeim peningagreiðslur gegn því að þeir hentu amfetamíninu í Lagarfljótið og litu fram hjá því að þeir hefðu fundið fíkniefnin.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.  Fjórir lögreglumenn komu á heimili mannsins í byrjun desember á síðasta ári. Þar fundu þeir amfetamínið sem grunur leikur á að maðurinn hafi ætlað að selja.  

Maðurinn reyndi að bjóða þeim öllum peningagreiðslur gegn því að þeir myndu henda amfetamíninu í Lagarfljót og láta engan vita að þeir hefðu fundið fíkniefnið. Hann uppskar ekkert annað en  ákæru fyrir fíkniefnalagabrot og brot gegn valdstjórninni.