Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Reyndar konur hætta á þingi

28.09.2012 - 17:58
Mynd með færslu
 Mynd:
Margar reyndar þingkonur ætla að hætta að loknu þessu kjörtímabili. Þetta eru þær Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingu, Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Sjálfsstæðisflokki og Þuríður Backmann, Vinstri hreyfingunni grænu framboði.

Þetta þýðir að allar þingkonur sem kosnar voru á Alþingi Íslendinga fyrir árið 2003 segjast nú ætla að  hverfa á braut - nema Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. Ásta Ragnheiður hefur ekkert látið uppi um það hvort hún hyggist halda áfram eftir þetta kjörtímabil.

Sú kona sem hefur setið næst lengst á þingi er Katrín Júlíusdóttir, sem var kjörin 2003. Aðrar konur hafa setið þar frá 2007 eða síðar.  Hjá körlunum er staðan önnur, átta karlar sem kosnir voru á þing á árunum 1983 til 1999 sitja nú á þingi og ekki annað vitað en þeir gefi áfram kost á sér.