Reyna að bjarga háhyrningum úr fjöru

29.04.2013 - 15:55
Mynd með færslu
 Mynd:
Sex háhyrningar syntu upp í fjöru í Heiðarhöfn á Langanesi, um 20 kílómetrum frá Þórshöfn, í dag. Einum var fljótlega komið aftur út í sjó. Björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Hafliða á Þórshöfn reyna nú að bjarga hinum. Tveir háhyrningar eru dauðir, annar þeirra kálfur.

Björgunarsveitarfólkið er í flotbúningum og notar reipi og handafl til að ýta við skepnunum, tekist hefur að losa einn. Þrír eru eftir, með lífsmarki en allstórir og því hefur reynst erfitt að draga þá aftur út í sjó. Ekki er vitað hvers vegna háhyrningarnir syntu í land. Guðni Hauksson formaður björgunarsveitarinnar segir þá keppa við tímann því háhyrningarnir þrauki sennilega ekki meira en klukkustund í viðbót. 

 

Hilma Steinarsdóttir tók þessar myndir á Langanesi í dag. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi