Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Reyksprengju kastað inn í Bónus

21.04.2017 - 13:28
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Óskað var eftir aðstöð lögreglu og Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu eftir að reyksprengju var kastað inn í Bónus í Skeifunni nú upp úr hádegi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkvilliðinu þurfti að reykræsta búðina. Lögregla rannsakar nú málið en ekki var hægt að fá upplýsingar um hvort einhver hafi verið handtekinn.

Á skrifstofum Bónuss vildu menn ekki tjá sig um málið en sögðu þó að samkvæmt þeirra upplýsingum hefði engum orðið meint af.

milla.osk's picture
Milla Ósk Magnúsdóttir
Fréttastofa RÚV