Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Reykjavíkurdætur tilnefndar til verðlauna ESB

Mynd með færslu
 Mynd: Hanna Vang - G-Festival

Reykjavíkurdætur tilnefndar til verðlauna ESB

24.09.2018 - 11:24

Höfundar

Reykjavíkurdætur eru tilnefndar til tónlistarverðlauna á vegum Evrópusambandsins sem kallast Music Moves Europe Forward. Þær eru meðal 24 listamanna sem eru tilnefndir í sex flokkum.

Verðlaunin eru arftaki hinna svokölluðu EBBA-verðlauna sem hafa verið veitt árlega frá 2003 til efnilegasta tónlistarfólks álfunnar. Í yfirlýsingu frá dómnefnd er tilgangur verðlaunanna sagður að veita viðurkenningu upprennandi tónlistarfólki sem fangi hljóm Evrópu dagsins í dag og morgundagsins. Þá sé þeim ætlað að örva dreifingu tónlistar þvert á landamæri og vekja athygli á þeirri miklu fjölbreytni sem þrífst innan evrópskrar tónlistarmenningar. 

Þetta er í þriðja sinn sem íslenskt tónlistarfólk er tilnefnt til verðlaunanna. Of Monsters and Men hlutu þau 2013 og Ásgeir Trausti 2014. Reykjavíkurdætur eru tilnefndar ásamt þremur öðrum flytjendum í flokknum rapp/hip hop, en tveir flytjendur í hverjum flokki hljóta verðlaunin sem verða afhent á Eurosonic-tónlistarhátíðinni í Hollandi 19. janúar. Á meðal annarra sem verðlaunin hafa fallið í skaut síðastliðin ár eru Adele, Lykke Li, Disclosure, Mumford & Sons, Damien Rice, Katie Melua, Todd Terje, MØ og Hozier.

Tengdar fréttir

Popptónlist

Ekkert drama hjá Reykjavíkurdætrum og Svölu

Algjörlega á okkar forsendum

Popptónlist

„Þetta eru geggjuð lög“

Tónlist

Ásgeir Trausti hlýtur EBBA verðlaunin