Rétt að hafna Icesave

04.09.2011 - 21:05
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands er enn þeirrar skoðunar að það hafi verið rétt að hafna Icesave-lögunum. Hann segir kröfur Breta og Hollendinga í Icesave-málinu hafa verið fáránlegar og vill að Evrópusambandið rannsaki hvernig ríki sambandsins gátu stutt þær. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi verið notaður, með samþykki Evrópusambandsþjóðanna, til að kúga Íslendinga til að samþykkja kröfur Breta og Hollendinga.

Ólafur Ragnar sagði í kvöldfréttum sjónvarpsins að tvö helstu viðskiptablöð heims, Wall Street Journal og Financial Times hafi séð í gegnum gerningaveður Breta og Hollendinga og hafi stutt málstað Íslendinga allan tímann og spyr hvernig standi á því að Evrópusambandið hafi ekki gert það.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi