Rennsli enn að aukast í Múlakvísl

28.07.2017 - 22:24
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson - RUV
Rennsli í Múlakvísl er enn að aukast og nú hægt að tala um lítilsháttar hlaup í ánni, segir Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur á vakt. Hún segir ekki ljóst hvort rennslið muni fjara út eða hvort flóðið verði stærra. Ekki sjást frekari merki um óeðlilegar jarðhræringar á mælum en áfram verður grannt fylgst með svæðinu. Vegaslóðum sitt hvoru megin við ána hefur verið lokað til að koma í veg fyrir að bílar gisti í grennd við hana, segir í frétt mbl.is.

Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi og óvenju mikið vantsrennsli er í áni. Hinsvegar er rafleiðni búin að haldast stöðug í dag, segir Hildur, sem bendir frekar til að þess að flóðið haldist stöðugt. Hinsvegar gætu nálæg mannvirki og vegfarendur verið í hættu ef jökulhlaupið stækkar mikið.

Nokkuð mörg hverasvæði eru þekkt undir Mýrdalsjökli og er sírennsli er frá þessum svæðum. Fer það eftir landslaginu á hverjum stað hvort bræðsluvatn safnast fyrir eða ekki. Misjafnt er hversu mikið vatn safnast fyrir í þessum lónum áður en hleypur úr þeim og einnig hversu hratt þau tæmast.

Vegaslóðum sitt hvoru megin við ána hefur verið lokað. „Það er oft sem bíl­ar fara þarna og gista, það er bara verið að koma í veg fyr­ir það,“ er haft eftir Ágústi Bjart­mars­syni, yf­ir­verk­stjóra Vega­gerðar­inn­ar í Vík, í frétt mbl.is í dag. Að sögn Ágústs er ekki mik­il um­ferð um slóðana alla jafna.

 

 

 

Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi