
Stór orð falla á samfélagsmiðlum, í athugasemdakerfum og nánast út um allt þegar málin eru rædd í dag. Síðdegisútvarpið skoðaði tvær greinar sem birtust í dagblöðunum í dag. Önnur þeirra í Fréttablaðinu á blaðsíðu 28 undir yfirskriftinni „Svarti Pétur" eftir hjónin Jónu Hrönn Bolladóttur og Bjarna Karlsson. Í greininni velta þau fyrir sér tilfinningahitanum í umræðu undanfarinna vikna, í aðdraganda sveitastjórnakosninganna og í kjölfar þeirra . Hin greinin birtist í Morgunblaðinu í dag, hún er eftir Jennu Jensdóttur rithöfund og ber yfirskriftina „Reiði". Það sem er merkilegt við þá grein, fyrir utan hversu góð hún er, er að hún var skrifuð 18. mars árið 1991 en á mjög vel við í dag. Grein Jennu var lesin í heild í þættinum og í kjölfarið var Elsa Bára Traustadóttir sálfræðingur í símanum og ræddi um reiði og heift.
Við bendum hlustendum á Facebook síðu Síðdegisútvarpsins, þar er hægt að senda inn fyrirspurnir og ábendingar: https://www.facebook.com/siddegisutvarpid/