Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Reiðhjólafimleikar við Stjórnarráðshúsið

28.06.2015 - 11:17
Hjólreiðarmönnum hefur snarfjölgað á Íslandi undanfarið enda holl hreyfing og umhverfisvænn ferðamáti. En til eru þeir sem lyfta hjólamennskunni í nýjar hæðir - bókstaflega.

Ríkisstjórnin sat á löngum fundi í Stjórnarráðshúsinu í gær og ræddi ríkisfjármál á meðan sólin skein fyrir utan og umræðan áreiðanlega lífleg. En það var ekki síður líflegt á stéttinni framan við stjórnarráðið þar sem tveir iðkendur Bike Trials léku listir sínar, en segja má að æfingar þeirra gangi nánast í berhögg við þyngdarlögmálið.

Jonasz segist hafa stundað þetta í 6 ár og æfi sig þrisvar í viku. Bike Trails á uppruna sinn í Katalóníu og er um 40 ára gömul íþrótt þar sem keppt er um heimsmeistaratitil. Hjólin eru sérútbúin og kosta allt að 500 þúsund krónur eða jafnvel meira. Jonasz býr hér á landi og stundar hér nám og segist alveg gera sér grein fyrir hvaða starfsemi fari fram í húsinu við Lækjargötuna.

Hann segir að aldrei hafi verið kvartað undan æfingunum utan við húsið og vegfarendur taki iðulega myndir.

holm's picture
Haukur Holm
Fréttastofa RÚV