Refastofninn margfaldaðist

25.10.2011 - 12:55
Mynd með færslu
 Mynd:
Íslenski refastofninn hefur fjór- eða fimmfaldast að stærð á undanförnum fjórum áratugum. Refum hér á landi hefur fjölgað úr tæplega tvö þúsund á áttunda áratug síðustu aldar í átta til tíu þúsund, segir Ester Rut Unnsteinsdóttir líffræðingur og forstöðumaður Melrakkaseturs.

Hún segir að landsmenn verði að læra að lifa með tófunni.

„Refurinn er eiginlega það náttúrulegasta sem til er hér á landi. Hann er afsprengi ísaldar og var hér löngu áður en menn komu til landsins. Öll dýr sem hingað hafa komið síðan hafa aðlagast lífi með ref í fleiri þúsund ár, nema kannski maðurinn,“ sagði Ester Rut í Morgunútvarpi Rásar 2.

„Refarannsóknir hafa ekki staðið yfir lengi. Refurinn hefur verið veiddur  hér frá því maðurinn kom hingað til lands fyrir 1100 árum. Dýrið hefur verið veitt í gegnum aldirnar af ýmsum ástæðum. Ýmist vegna þess að feldurinn er dýrmætur eða til að koma í veg fyrir að hann valdi tjóni,“ sag'o Ester Rut. „Rannsóknir hófust ekki fyrr en Páll Hersteinsson vann doktorsverkefni sitt á ströndum á á níunda áratug síðustu aldar. Þær rannsóknir fólust að mestu í krufningu á veiddum dýrum. Þetta var samstarfverkefni veiðimanna og vísindamanns. Refastofninn hefur farið stækkandi samfellt allt frá byrjun rannsóknanna, frá því að vera tæplega tvö þúsund dýr á áttunda áratug síðustu aldar í að vera á milli átta til tíu þúsund dýr í dag. Við þurfum að læra að lifa með refnum eins og öðrum rándýrum.“

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi