Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Réðust á herstöð í Sómalíu

23.07.2018 - 11:21
Soldiers walk near the wreckage of a car bomb near the Somali presidential palace, in  Mogadishu, Somali, Saturday, July 14, 2018. Somali security forces shot dead three extremists and foiled an attempted al-Shabab attack on the presidential palace in the
Hermenn kanna flak bíls sem sprakk í loft upp skammt frá forsetahöllinni í Mogadishu fyrr í þessum mánuði. Mynd: AP
Nokkurt mannfall varð þegar þungvopnaðir vígamenn úr Al-Shabaab skæruliðasamtökunum réðust í dag á herstöð í suðurhluta Sómalíu. Árásarmennirnir óku bíl hlöðnum sprengiefni inn á varðstöð. Í kjölfarið létu hryðjuverkamennirnir kúlnahríð dynja á öllu sem fyrir varð. Skotbardaga við hermenn í herstöðinni linnti ekki fyrr en eftir klukkustund eða svo.

AFP fréttastofan hefur eftir foringja í sómalska hernum að mannfall hafi orðið á báða bóga, en vígamennirnir hafi að lokum verið hraktir á flótta. Íbúar í þorpum í grennd við herstöðina segjast hafa heyrt volduga sprengingu og strax á eftir stöðuga skothríð. Al-Shabaab segist í yfirlýsingu hafa orðið 27 hermönnum að bana.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV